Púlsinn

Púlsinn 19. september

Hljómsveitin 1860 gaf nýverið út sína aðra hljóðversplötu, Artificial Daylight. Nú þegar hafa þrjú lög af plötunni fengið að hljóma síendurtekið á öldum ljósvakans, Go Forth, Socialite og Íðilfagur. Í tilefni af útgáfu plötunnar heldur hljómsveitin útgáfutónleika fimmtudaginn 19. September næstkomandi í Iðnó og verður öllu til tjaldað. 


Hinn óviðjafnanlegi Smári Tarfur mun hita upp gesti með sínum gullfallegu gítartónum og söng. 


Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 22:00 en húsið opnar kl. 21:00 og er hægt að kaupa plötuna á staðnum. Forsala miða fer fram á Miði.is og vert er að athuga að takmarkaður fjöldi miða er í boði.
Hið frábæra band Beliefs frá Kanada mun spila á Íslandi fimmtudaginn 19. september á Harlem. Tónleikar þeirra í Reykjavík er fyrsta stopp þeirra á löngum Evrópu túr.
Þau spila shoegaze rokk og eru að verða geysivinsæl um allann heim.
Þau eru búnað fá verðskuldaða athygli frá virtum miðlum eins og Pitchfork, NME, The Guardian, Stereogum, Exclaim!, Dazed & Confused o.fl.


Ásamt Beliefs koma fram Re-Pete og The Wolf Machine.


Tónleikarnir hefjast kl 22:00. 1000 kr inn 
Í vetur verða fimmtudagskvöld undirlögð af stórskemmtilegu Rokk-Quiz á BAR 11. Að sjálfsögðu er öllum velkomið að taka þátt og því um að gera að hóa saman í smá lið enda er þátttaka ókeypis. 


Glæsilegir vinningar í boði 


Spyrlar að þessu sinni verða þeir Orri á X977 og Matti í Poppland


Spurningakeppnin hefst klukkan 21:00 og að sjálfsögðu verða Kreppukvöldstilboð, þ.e. bjór á 450kr og skot á 450kr.


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.