Púlsinn

Púlsinn 12. september

Tilnefningar til hinna virtu Mercury verðlauna voru gerðar opinberar í Bretlandi í gær. Verðlaunin eru veitt fyrir bestu plötu ársins. Arctic Monkeys, David Bowie, Foals , James Blake og Jake Bugg. Athygli vekur að hljómsveitin London Grammar var ekki tilnefnd en veðbankar höfðu áður spáð sveitinni verðlaununum.


Win Butler forsprakki Arcade Fire hefur tjáð sig um Reflektor væntanlega tvöfalda plötu sveitarinnar. Hann segir að platan sé blanda af Studio 54 og voodoo og vísar þar með væntanlega í dansvæna átt með miklum ryþma og takti. Arcade Fire fengu grunnhugmyndina að plötunni á Haiti og hafa fengið tvenna þarlenda trommara til að túra með bandinu. Reflektor kemur út í Október.


Plata vikunnar hér á Xinu er með sigursveit Músíktilrauna 2013.
Vök sendi frá sér þröngskífuna Tension í sumar sem er 5 laga skífa með efni af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar.
Tension inniheldur meðal annars smellina „Before“ og „Ég bíð þín“ sem hafa gert það virkilega gott hér á Xinu undanfarnar vikur.
Tension með Vök er komin í allar betri plötubúðir en hlustendur Xins ættu að fylgjast grannt með í vikunni því gefin verða eintök alla vikuna!


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.