Púlsinn

Púlsinn 30. ágúst

Caleb Followill söngvari Kings Of Leon hefur tjáð sig um ástæður þess að sveitin tók sér frí fyrir einhverjum misserum. Caleb segist aldrei hafa farið í meðferð og að hann sé ekki alkóhólisti. Hann segir að sveitin hafi einfaldlega bara verið orðin þreytt. 


Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag síðustu listamennina sem fram koma á hátíðinni sem haldin verður í fimmtánda sinn í ár, dagana 30. október til 3. nóvember. Samtals munu 215 listamenn koma fram á hátíðinni, þar af 61 erlend sveit. 


Þeir listamenn sem nú bætast við listann eru Fucked Up (CA), Jagwar Ma (AU), Ásgeir, Nite Jewel (US), Money (UK), Sykur, Caveman (US), Mikhael Paskalev (NO), Sísý Ey, Gluteus Maximus, Daníel Bjarnason, Pétur ben, Shiny Darkly (DK), Caterpillarmen, Eivör Pálsdóttir (FO), Kira Kira, Samúel Jón Samúelsson Big Band, Electric Eye (NO), Lára Rúnars, Elín Ey, Nadia Sirota (US), Trust the Lies, Terrordisco, Marius Ziska (FO), Svartidauði, Amaba Dama, Strigaskór Nr 42, Benny Crespo's Gang, Bárujárn, Byrta (FO), Halleluwah, Loji, Ramses, Cell7, Quadruplos, Subminimal, Thizone, DJ AnDre, Skurken, Jara, Gang Related, Stroff, Vigri, Ragga Gröndal, Árni², Bob Justman, Bellstop, Kaleo, The Mansisters (IS/DK), Dísa, Oculus, Housekell, Úlfur Eldjárn, Fears (IS/UK), FKNHNDSM, Mono Town, Æla, dj. flugvél og geimskip, Hellvar, Jan Mayen, Grúska Babúska, Love & Fog, My Bubba, Myrra Rós, Skelkur í bringu, The Wicked Strangers, Lockerbie, Kippi Kaninus og Skepna. 


Miðasalan er í fullum gangi á heimasíðu Iceland Airwaves en örfáir miðar eru eftir. 


Hljómsveitin Skepna heldur útgáfutónleika á Bar 11 næstkomandi föstudagskvöld 30. ágúst.  Skepna gaf út sína fyrstu breiðskífu í byrjun mánaðarins og má segja að kraftmikil og hrá tónlistin og beinskeyttir textar hafi hitt í mark hjá rokkunnendum. Skepna kom fyrst fram á stórtónleikum X977 á menningarnótt, og var gerður góður rómur að leik sveitarinnar. Skepna er skipuð reynsluboltum í rokkbransanum; þeim Halli Ingólfssyni úr XIII, Birgi Jónssyni úr XIII og Dimmu og Herði Inga Stefánssyni úr Brain Police og Möl. Sérstakir gestir á tónleikunum verða Strigaskór nr. 42, en önnur breiðskífa þeirra "Armadillo" kemur út á næstu dögum. Það má því búast við hörkutónleikum á Bar 11 á föstudagskvöldið. Tónleikarnir hefjast kl. 23 og frítt er inn.


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.