Púlsinn

Púlsinn 13. ágúst

Nú stendur til að endurútgefa In Utero plötu Nirvana. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema helst fyrir þær sakir að áður óútgefið lag Nirvana verður á plötunni. Lagið heitir einfaldlega týnda lagið eða Forgotten Tune og það er því nokkuð ljóst að harðir Nirvana aðdáendur geta byrjað að slefa.


Alex James bassaleikari Blur er ekkert sérstaklega stressaður fýr. Hann var spurður að því nýverið hver væru framtíðarplön sveitarinnar og hann sagðist ekki hafa hugmynd um það. Stemningin væri góð í bandinu og pressan engin. Semsagt engin ástæða til að skipuleggja sig langt frammí tímann.


Ad Rock og Mike D eftirlifandi meðlimir Beastie Boys hafa unnið eitt lag með Yoko Ono´s Plastic Band. Lagið á að koma út á plötunni Take Me To The Land Of Hell og er það fyrsta sem að félagarnir úr Beastie Boys gera í tónlist síðan að Adam Yauch lést 

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Ómar Úlfur
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 00:00X tónlist

Fylgstu með okkur