Púlsinn

Púlsinn 9. Ágúst

Hljómsveitin Retro Stefson og Hermigervill ætla að kveðja skemmtistaðinn Faktorý í kvöld með stórtónleikum. Húsið hefur verið heimavöllur sveitarinnar síðan að Retro Stefson spilaði fyrst á Icelandairwaves árið 2006. Annaðkvöld munu FM Belfast og Sometime troða upp og Gus Gus ætla að kveðja staðinn með tónleikum á sunnudagskvöldið. Allar nánari upplýsingar á faktory.is


Gítargoðsögnin Johnny Marr segist njóta þess úti ystu æsar að vera sólólistamaður. Þannig geti hann verið einráður um strauma og stefnur. Hann lýsti nýverið yfir áhuga á því að starfa með Nick Zinner gítarleikara The Yeah Yeah Yeah´s og það þykir líklegt að Nick hlýði kallinu.


Go kart mót X -977 fer fram í Go Kart höllinni Hafnarfirði sunnudaginn 18. ágúst. Til að öðlast þáttökurétt í mótinu þarf þú að skella þér á 800m útibraut við Krísuvíkurveg og vera með 32. efstu. Til að létta hlustendum lífið þá er sérstakt tilboð til 16. ágúst 2500 kall fyrir 10 mín.


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 10:00 - 12:0090s helgi með Frosta
  • 12:00 - 14:00Fótbolti.net
  • 14:00 - 18:0090s helgi með Mána
  • 18:00 - 00:00X tónlist

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.