Púlsinn

Púlsinn 12. júní

Hljómsveitin Mumford And Sons hefur frestað væntanlegum tónleikum sínum í Ameríku. Bassaleikari sveitarinnar, Ted Dwane þarf að gangast undir heilaskurðaðgerð eftir að óeðlileg blóðmyndun uppgötvaðist í höfði hans. Aðgerðin er talin minniháttar og mun ekki hafa áhrif á sumartúr Mumford and Sons.


Sin Fang hefur verið iðinn undanfarnar vikur en hljómsveitin er nýkomin heim úr 3ja vikna tónleikaferð um Þýskaland. Eins sendi hljómsveitin frá sér nýtt myndband við lagið What's Wrong With Your Eyes en lagið er að finna á breiðskífunni Flowers, sem kom út nýverið á vegum Morr Music.


Útgáfutónleikar Sin Fang vegna Flowers verða svo í Iðnó miðvikudagskvöldið 12. júní og hefjast kl. 21. Um upphitun sér spútník sveitin Vök, en þau voru einmitt að skrifa undir útgáfusamning við Record Records. Miðasala á tónleikana er á www.midi.is, eins verður hægt að kaupa miða við hurðina, meðan húsrúm leyfir.


Björk ætlar að skella sér með london með Biophilia túrinn sinn. Tónleikarnir fara fram í Alexandra Palace og segir Björk þá vera mikilvæga fyrir sig persónulega, að London sé borgin sem að hún kallaði heimili sitt svo lengi.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.