Púlsinn

Púlsinn 10. júní

Í Straumi í kvöld förum við yfir nýtt efni frá Sigur Rós, Surfer Blood, Boards Of Canada, Camera Obscura og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

 

Hljómsveitin Metallica kom óvænt fram á tónlistarhátíð í Detroit um helgina. Óþekkt sveit að nafni Dehaan hafði verið auglýst og varð uppi fótur og fit þegar að James Hetfield mætti á sviðið til að kynna sveitina á svið. Félagar Hetfield í Metallica birtust á sviðinu og renndu í frumburðinn Kill em all sem að þeir léku í heild sinni. Hróarskeldufarar geta byrjað að nötra af tilhlökkun.

 

Josh Homme úr Queens Of The Stone Age segir að það sé jafnvel von á nýrri plötu frá sveitinni von bráðar. Like Clockwork er ný komin út og hefur fengið frábærar viðtökur. Josh segist miða við the Idiot og Lust For Life Iggy Pop sem komu út með stuttu millibili og voru báðar stórkostlegar

 

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.