Púlsinn

Púlsinn 5. júní

Botnleðja er með líflegri og skemmtilegri jaðarsveitum síðustu áratuga og von er á fyrstu safnplötu sveitarinnar er nefnist Þegar öllu er á botninn hvolft. 
Til að fagna þessari veglegu útgáfu heldur Botnleðja útgáfutónleika í Austurbæ, fimmtudagskvöldið 27. júní. 
Miðasala hefst fimmtudaginn 6. júní kl. 10:00 á Miði.is.
Platan kemur út 11. júní.


Nine Inch Nails munu frumflytja nýtt lag á KROQ núna á fimmtudaginn. Lagið er af væntanlegri plötu sem að ansi fáir vissu að væri væntanleg frá sveitinni. Púlsinn bíður spenntur.


Jack White er örlátur maður en hann bjargaði á dögunum tónleikastað í Detroit frá gjaldþroti. The White Stripes spiluðu oft í Detroit Masonic Temple á upphafsárum sveitarinnar og gat Jack ekki hugsað sér að staðnum yrði lokað. Toppnáungi Jack White.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Ómar Úlfur
  • 16:00 - 18:00Akraborgin
  • 18:00 - 20:00Kronik
  • 20:00 - 22:00X tónlist
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkur