Púlsinn

Púlsinn 30. maí

Courtney Love auglýsti nýverið eftir bassaleikara á craigslist sem er nokkurs konar bland.is í Ameríku. Courtney auglýsti eftir bassaleikara í anda Melissu Auf Der Maur sem eitt sinn plokkaði bassann með Hole, Frú Love fékk aðeins eitt svar við auglýsingunni, ekki fylgir sögunni hvort að viðkomandi hafi verið ráðinn.


Hinn ungi og afar efnilegi Jake Bugg, sem hefur átt marga smelli á X-977, er kominn með upptökustjóra fyrir aðra plötuna sína. Ofurpródúsentinn Rick Rubin ætlar að taka plötuna upp. Félagarnir hafa tekið upp eitt lag saman og fór afskaplega vel á með þeim. Jake segist hafa hlustað mikið á Neil Young og Nick Drake undanfarið og þykir honum líklegt að nýja efnið verði innblásið af þeim.


Miles Kane hefur tjáð sig um The Last Shadow Puppets samstarfsverkefni hans og Alex Turner. Miles er pottþéttur á því að félagarnir muni gera aðra plötu saman til að fylgja eftir hinni gríðarvinsælu The Age Of The Understatement frá 2008. Málið sé bara að finna lausan tíma sem að henti þeim báðum. Púlsinn bíður spenntur.


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 10:00 - 12:0090s helgi með Frosta
  • 12:00 - 14:00Fótbolti.net
  • 14:00 - 18:0090s helgi með Mána
  • 18:00 - 00:00X tónlist

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.