Púlsinn

Púlsinn 29. maí

Trent Reznor er í miklum ham þessa dagana en Nine Inch Nails eru klárir með nýja plötu sem fylgir eftir The Slip frá árinu 2008. Trent hefur unnið að plötunni á laun með Atticus Ross og Alan Moulder og er hann hæstánægður með gripinn. Segir hann orðrétt vera fucking awsome.


Damon Albarn er ofvirkur mjög í tónlistarsköpun sinni. Hann er nýverið búinn að kitla Blur aðdáendur með fregnum af væntanlegri plötu frá sveitinni. Kappinn er sömuleiðis farinn að leggja drög að sólóplötu. Það er enginn annar en Richard Russell eigandi XL Records sem er að aðstoða Damon við plötugerðina. Ætti það að verða athyglivert samstarf.


Queens Of The Stone Age byrjuðu í gær að streyma nýju plötunni Like Clockwork á Itunes. Fyrstu viðbrögð aðdáenda eru afar góð og von á mikilli sölu þegar að platan kemur loksins út.


X977 kynnir nýja þjónustu fyrir málmhausa og metalfíkla. Metalþátturinn Villingurinn hefur göngu sína í kvöld á slaginu 23:00 til miðnættis. Soffía Hrönn fer yfir allt það helsta í heimi harðkjarna og bárujárns. Villingurinn. Öll miðvikudagskvöld frá 23:00 - 00:00

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.