Púlsinn

Púlsinn 28. maí

Jared Followill bassaleikari Kings Of Leon var í snörpu viðtali við púlsinn á dögunum. Hann staðfesti að ný plata komi út í september. Hann segir að platan sé sú flóknasta músiklega sem að sveitin hefur gert.Sveitin hefur leikið nýtt lag It Don´t Matter á tónleikum undanfarið og segja aðdáendur að andi Queens Of The Stone Age svífi yfir nýja laginu. Kings Of Leon verða aðalnúmerið á V festival í sumar.


Rafdúettinn Daft Punk komst í fyrsta skipti á topp breska breiðskífulistans um helgina. Platan Random Access Memories seldist í 165.000 eintökum og er sú plata sem hefur selst hraðast það sem af er ári og hirtu daft Punk það met af Michael Buble sem verður að teljast jákvætt.


Queens Of The Stone Age eru byrjaðir  að streyma nýju plötunni sinni á Itunes en opinber útgáfudagur er 3. Júní. Nú er um að gera að tékka á þessum grip sem hefur verið beðið með eftirvæntingu í rokkheimum


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.