Púlsinn

Púlsinn 23. apríl

Nú eru fimm ár liðin síðan að hljómsveitin Metallica gaf út plötu en hljómsveitin er að vinna að nýrri plötu ásamt þrívíddarkvikmynd sem ber heitið Metallica Through The Never. Þeir segjast ekki ætla  að flýta sér að koma út plötunni, nú stendur til að liggja yfir öllum riffbunkanum og velja úr bestu molana. 


Josh Homme forsprakki Queens Of The Stone Age er duglegur að mæta í viðtöl þessa dagana enda fer nýja platan Like Clockwork að koma út. Kappinn sagðist nýverið vera talin grimmur harðstjóri sem væri alls ekki rétt. Hann væri þó ekki hræddur við að taka ákvarðanir sem þyrfti að taka og vísaði þar í það þegar hann rak bassaleikarann Nick Oliveri úr Queens Of The Stone Age. Josh sagðist ennfremur vera gríðarlegur hip hop aðdáandi þótt að það heyrðist ekki endilega í tónlist hans sjálfs.


Mick Jagger úr Rolling Stones ætlar að vera nokkuð nettur á því á Glastonbury og tjalda með fjölskyldunni alla helgina. Stones eru aðalnúmer hátíðarinnar og ætlar Mick að reyna að njóta þess sem ber fyrir augu og eyru á hátíðinni. Það væri sennilega þrælfínt að lenda í tjaldpartý með Sir Jagger.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.