Púlsinn

Púlsinn 22. maí

Hljómsveitin Placebo gefur út sína sjöunda hljóðversplötu í september og hefur gripurinn hlotið nafnið Loud Like Love. Sveitin mun síðan fylgja plötunni eftir með stórum evróputúr. Greinilegt að Brian Molko og félagar eru dottnir í gírinn að nýju.


Fjölskylda Joe Strummer og vinir voru viðstaddir þegar að Joe Strummer torgið var opnað í Granada á Spáni. Meðlimir The Pogues voru á svæðinu og sömuleiðis meðlimir The 101 ers sem var fyrsta hljómsveit Strummer. Dætur söngvarans leiddu hópinn í fjöldasöng þar sem að lögin Spanish Bombs og London Calling fengu að hljóma


Chester Bennington söngvari Linkin Park er nýr söngvari Stone Temple Pilots. Þetta var tilkynnt um helgina. Stone Temple Pilots virðast hafa fengið nóg af veseninu í Scott Weiland en hann er ennþá að glíma við Bakkus gamla. Linkin Park verður áfram aðalband Chesters en hann kemur fram með Stone Temple Pilots í Los Angeles í næstu viku.


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.