Púlsinn

Púlsinn 21. maí

Ray Manzarek hljómborðsleikari The Doors lést um helgina en hann hefur barist við krabbamein í nokkur ár. Ray stofnaði sveitina eftir að hann og Jim Morrison hittust fyrir slysni á Venice Beach. Þeir stunduðu báðir kvikmyndanám við UCLA. The Doors urðu risastórir á örfáum árum og hafa alla tíð notið mikillar virðingar síðan að sveitin lagði upp laupana árið 1973.


Chester Bennington söngvari Linkin Park er nýr söngvari Stone Temple Pilots. Þetta var tilkynnt um helgina. Stone Temple Pilots virðast hafa fengið nóg af veseninu í Scott Weiland en hann er ennþá að glíma við Bakkus gamla. Linkin Park verður áfram aðalband Chesters en hann kemur fram með Stone Temple Pilots í Los Angeles í næstu viku.


Alheimskeisarinn og snillingur Dave Grohl heldur áfram að láta æskudrauma sína rætast en á dögunum tróð hann upp ásamt Rolling Stones. Dave átti sviðið þegar að sveitin skellti sér í slagarann Bitch af Sticky Fingers. Myndband af þessu má sjá á fésbókarsíðu Xins

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.