Púlsinn

Púlsinn 14. maí

Samfélagsmiðlar heimsins lögðust á hliðina í gær þegar að Daft Punk hófu að streyma nýju plötunni sinni. Fólk er almennt að mæra gripinn enda lá það í loftinu eftir gríðarlegar vinsældir smáskífulagsins Get Lucky sem hefur m.a setið á toppi breska smáskífulistans í þrjár vikur. Platan kemur út 20. Maí næstkomandi og hafa Daft Punk ekki áætlað að leika á neinum tónleikum til að fylgja eftir útgáfu plötunnar.


Og meira af streymi og straumum því að hljómsveitin The National er byrjuð að streyma nýju plötunni sinni. Trouble Will Find Me í gegnum Itunes. Þetta er fyrsta platan sem að sveitin sendir frá sér síðan að High Violet kom út 2010. Myndband við lagið Sea Of Sorrow er sömuleiðis komið í dreifingu.


Hljómsveitin Kiss ætlar að opna yfir 100 veitingastaði í Ameríku á næstu árum. Sveitin opnaði þriðja staðinn í Los Angeles á dögunum og er stöðunum lýst sem fjölskylduvænum stað sem býður uppá alvöru mat, góðan bjór og eðalrokktónlist. Kiss opnaði nýverið minigolfbraut og brúðkaupskappellu í Las Vegas

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.