Púlsinn

Púlsinn 6 maí

Nú líður að því að langflestir nemendur landsins sleppi úr klóm mikillar kaffidrykkju og prófljótu og því ber að fagna.


Það er próflokadjamm á Faktorý um næstu helgi þar sem að
FM Belfast , Vök, Dikta og Friðrik Dór koma fram


Föstudagur 10. maí:
Dikta
Friðrik Dór


Laugardagur 11. maí:
FM Belfast
Vök


Armband á báða dagana aðeins 3000 krónur 
Armband gildir einnig sem tilboð á drykkjum og á útvalda veitingastaði í góðan þynnkumat.


Forsala miða er hafin á Miði.is !!
http://midi.is/tonleikar/1/7624/


Handhafar Bláa Kortsins fá 20% afslátt af miðum þegar verslað er á www.midi.is. 
ATH miðar stakir miðar 2.000 kr verða seldir við inngang á tónleikadag ef húsrúm leyfir.


Hljómsveitin Sigur Rós mun koma fram í lokaþætti Simpsons á þessu seasoni. Sveitin mun sömuleiðis semja tónlistina í þáttinn sem heitir The Saga Of Carl Carlson og verður sýndur í Ameríku 19. Maí


Í Straumi í kvöld skoðum við nýtt efni frá Classixx, Vampire Weekend, MS MR, tonmo, Mark McGuire og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977
Gjörningur íslenska listamannsins Ragnars Kjartanssonar og bandarísku rokksveitarinnar The National í MoMA, nýlistasafni New York-borgar, á laugardag þótti heppnast með eindæmum vel.


Sveitin spilaði lagið, Sorrow sleitulaust í sex klukkustundir og var bakgarður MoMA-safnsins, þar sem gjörningurinn fór fram, þéttsetinn.


Breska blaðið Independent fjallar um þennan viðburð á vef sínum. Þar er haft eftir einum gestinum að flutningur sveitarinnar hafi ekki verið vélrænn, heldur hafi lagið  tekið stanslausum breytingum í þær sex klukkustundir sem það var flutt.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.