Púlsinn

Púlsinn 2. maí

Dave Gahan úr Depeche Mode hefur tjáð sig um krabbameinið sem hann greindist með árið 2009. Gahan hné niður fyrir tónleika Depeche Mode í Aþenu og var sendur á sjúkrahús þar sem að æxli uppgötvaðist við þvagblöðru. Gahan var heppinn þar sem að krabbameinið uppgötvaðist snemma og gekkst hann undir aðgerð og er við hestaheilsu í dag.

 

Beck Hansen er ansi duglegur tónlistarmaður og nú er von á órafmagnaðri plötu frá honum þar sem að hann kemur  fram með gítarinn sinn góða. Beck hefur ekki sent frá sér hefðbundina stúdíóplötu frá árinu 2008 en hann hefur verið á kafi í öðrum verkefnum t,d með Jack White. Aðdáendur Sea Change plötu Beck bíða með öndina í hálsinum en platan sú var einmitt órafmögnuð og þykir ein allra besta plata Beck.

 

Tuborg kynnir:  Hin gríðarvinsælu kreppukvöld halda áfram á bar 11 í kvöld. Hljómsveitin Audio Nation með gítargoðsögnina Gulla Falk innanborðs treður upp. Húsið opnar kl 21:00, það er frítt inn og guðaveigar á tilboði

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.