Púlsinn

Púlsinn 30. apríl

Útgáfutónleikar Ólafs Arnalds vegna plötunnar For Now I Am Winter fara fram í Norðurljósasal Hörpu í kvöld. Ólafur hefur fengið frábæra dóma fyrir plötuna og leikur hann fyrir fullu húsi víða um heiminn ásamt því að semja tónlist fyrir kvikmyndir. Tónleikarnir hefjast kl 20:00 og það eru örfáir miðar til á miði.is og Harpa.is. Heppnir hlustendur geta með góða skapinu mögulega nælt sér í miða.


Eftirlifandi meðlimir Beastie Boys Mike D og Ad Rock ætla báðir að gefa út ævisögur árið 2015. Bækurnar munu á einhvern hátt tengjast sögu Beastie Boys sem mun jafnvel koma út sem sér bók. Það er mjög ólíklegt að frumkvöðlarnir gefi út hefðbundnar ævisögur og verður því mjög spennandi að fylgast með ferlinu segir útgefandinn kampakátur.


Akureyringar og nærsveitungar eru hvattir til að fjölmenna á Græna hattinn í kvöld en þar mun hljómsveitin Móses Hightower leika sína fögru tóna og fagna því að flestir eigi frí á morgun

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.