Púlsinn

24. apríl

EVE Fanfest hátíð CCP fer fram í Hörpu dagana 24.-27. apríl. Alls er búist við um 2.000 erlendum gestum á hátíðina að þessu sinni, þar af um 80 blaðamenn, sem er nýtt aðsóknarmet í níu ára sögu hátíðarinnar. á hátíðinni verður þeim tímamótum fagnað að EVE heimurinn, sem skapaður hefur verið kringum tölvuleikinn EVE Online, á tíu ára afmæli um þessar mundir líkt og leikurinn sjálfur.
Spilarar tölvuleiksins EVE Online eru stærsti hluti Fanfest hátíðargesta, en í dag eru rúmlega 500.000 áskrifendur af EVE Online.  Þeir spilarar leiksins sem ekki komast til Íslands á Fanfest geta fylgst með herlegheitunum gegnum beina útsendingu á netinu gegnum EVE TV og Twitchtv.com. Auk þeirra og erlendra blaðamann sækja síðan fjölmargir starfsmenn tölvuleikja- og afþreyingariðnaðarins hátíðina heim til að fylgjast með þeim nýjungum sem bæði CCP, önnur fyrirtæki og fyrirlesarar hafa upp á að bjóða. 
Einn af hápunktum Fanfest hátíðarinnar í ár og tíu ára afmælisfögnuði EVE Online eru tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem leika mun tónlist úr leiknum í Eldborgarsal Hörpu miðvikudaginn 24. Apríl. Þetta verður ekki einungis í fyrsta sinn sem tónlistin úr EVE verður spiluð af sinfóníuhljómsveit, heldur verður þetta einnig fyrsta skipti sem Sinfóníuhljómsveit Íslands mun spila tónlist úr tölvuleik.


Líkt og undanfarin lýkur hátíðinni með stórtónleikum, sem gengið hafa undir nafninu Party at the Top of the World, þar sem hátíðargestir skemmta sér fram eftir nóttu við dúndrandi rokk og danstakta. Síðustu ár hefur CCP lagt sig fram að bjóða upp á bæði íslenska sem erlenda listamenn og verður ekki breyting á því í ár. Fram koma; Skálmöld, Retro Stefson, DJ Margeir og ameríski plötusnúðurinn og listamaðurinn Z-Trip sem sem stundum er kallaður guðfaðir “mash-up” hreyfingarinnar – og spilaði á lokahófi Grammy hátíðarinnar í febrúar. Nú lokar hann EVE Fanfest hátíð CCP.
Miðasala fer fram í Hörpu og á harpa.is og midi.is
Fyrstu eigin tónleikar Ásgeirs Trausti og hljómsveitar í höfuðborginni á þessu ári verða á Faktorý næsta föstudagskvöld.


Ásgeir Trausti er nýkominn heim úr tónleikaferðalagi um Danmörku. Í byrjun maí heldur hann síðan í annað tónleikaferðalag þar sem hann kemur fram á SPOT hátíðinni í Danmörku og hitar upp fyrir John Grant á tónleikaferðalagi hans um Bretland. Í sumar mun hann koma fram á fjölmörgum hátíðum, m.a. Hróarskeldu.
Á tónleikunum á Faktorý mun Ásgeir Trausti flytja lög af plötunni Dýrð í dauðaþögn, auk nokkurra nýrra laga.
Ásamt Ásgeiri Trausta mun Pétur Ben koma fram.


Takmarkað magn miða í boði!
Forsala er hafin á Faktorý
Miðasalan er opin alla daga frá kl. 17
Miðaverð 2500 kr.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.