Púlsinn

Púlsinn 23. apríl

Hljómsveitin Daft Punk hefur slegið met á tónlistarveitunni Spotify með nýja laginu sínu Get Lucky ( sem allir og ömmur þeirra hafa deilt á facebook sömuleiðis). Get Lucky kom opinberlega út á föstudaginn og setti met á fyrstu 24 tímunum. Lagið komst sömuleiðis í þriðja sæti breska breiðskífulistans eftir að hafa verið aðgengilegt í tvo sólarhringa. Tíminn gerist hratt á gervihnattaöld.


Liam Gallagher skellti sér út á lífið í lundúnum síðdegis á sunnudag ásamt hópi af vinum. Kappinn sötraði kampavín og bauð vinunum sömuleiðis í glas. Þegar Liam yfirgaf barinn var reikningurinn rúm 300 pund og þurfti bareigandinn að elta Gallagher útá götu til að rukka fyrir veigarnar. Liam hafði þá fundið sér hund og ætlaði að skella sér í reiðtúr...á hundinum. Sunnudagsfjör hjá hr Gallagher.


Nick Cave And The Bad Seeds, sem heimsækja Ísland í sumar,  gáfu út lag í tilefni af alþjóðlegum degi plötuverslana. Lagið heitir Animal X og var tekið upp á sama tíma og nýjasta plata sveitarinnar Push The Sky Away sem hefur fengið frábærar viðtökur.

 

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.