Púlsinn

Púlsinn 19. apríl

Öldungarnir í Black Sabbath hafa sent frá sér fyrsta smáskífulagið af plötunni 13. Lagið heitir God Is Dead og ber öll einkenni Black Sabbath sem tóku síðast upp saman plötuna Never Say Day árið 1978. Rick Rubin stýrði tökkunum  á 13 sem kemur út í júní.


Það er nokkuð ljóst að Bretar og Manchesterbúa elska The Stone Roses. Heimildarmyndin Made Of Stone verður frumsýnd á sama tíma í átta mismunandi kvikmyndahúsum. Það seldist upp á allar sýningarnar á mínútu.í kvöld er það hljómsveitin MEIK sem að treður upp á Græna hattinum, Akureyri
Þessi súpergrúppa sem leikur eingöngu tónlist glysrokkhljómsveitiarinnar KISS tóku sitt jómfrúargigg á Græna Hattinum 1.febr. sl og stemningin var slík að ekki kom annað til greina en að endurtaka leikinn.


MEIK skipa:
Magni Ásgeirsson (Á móti sól) söngur
Jóhann Hjörleifsson (sálin hans Jóns míns) trommur
Eiður Arnarson (Todmobile) bassi
Einar Þór Jóhannsson (Dúndurfréttir) gítar
Jón Elvar Hafsteinsson (Björgvin Halldórsson ofl.) gítar
Þráinn Árni Baldvinsson (Skálmöld) gítar
Tónleikarnir hefjast kl.22.00
 
 
Laugardagskvöld
Langi Seli er kominn á kreik og átti stórleik á "Aldrei fór ég suður" þar sem þeir gerðu allt vitlaust.
Og nú eru þeir komnir norður og það verður rokkað og reykspólað út í eitt, engar flækjur, bara beint af heddinu.
Langa Sela og Skuggana skipa í dag:
Langi seli ,söngur og gítar
Jón Skuggi, bassi og söngur
Erik Qvick, trommur og söngur
Tónleikarnir hefjast kl.22.30

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.