Púlsinn

Púlsinn 18. apríl

Bók vikunnar á Xinu er Hringurinn  eftir Mats Strandberg og Söru B Elfgren. Bókin fjallar um svaðilfarir ungmenna í smábæ þar sem að undarlegir hlutir gerast á fullu tungli. Bókinni hefur verið lýst sem samblandi af Harry Potter og hungurleikunum. Hringurinn hlaut bóksalaverðlaun ársins 2012 og fékk sömuleiðis verðlaun sem best þýdda táningabókin. Hlustaðu sem fastast og reyndu að næla þér í eintak


Bíó Paradís og Lucky Records, kynna Last Shop Standing: The Rise, Fall and Rebirth of the Independent Record Shop, geggjaða heimildamynd um vöxt, hnignun og upprisu óháðra plötubúða í Bretlandi.
Í Last Shop Standing heyrum við í eigendum rúmlega tuttugu plötubúða, leiðandi fólki í tónlistariðnaðnum auk tónlistarmanna á borð við Paul Weller, Johnny Marr, Norman Cook, Billy Bragg, Nerina Pallot, Richard Hawley og Clint Boon, sem segja okkur hvernig plötubúðir urðu og eru enn, stór þáttur í tónlistarlegu uppeldi þeirra, kærkomið athvarf sem gerði þeim kleift að uppgötva nýja tónlistarmenn og nýja tónlist.
Sýnd í kvöld kl. 20:00. Aðeins þessi eina sýning!
Að sýningu lokinni verður slegið upp allsherjar partýi þar sem heimsklassa DJ’ar munu halda uppi stuðinu langt fram á nótt. Lucky Records verður með brot af því besta úr búðinni til sölu fyrir og eftir sýningu til að svala vínylþorsta uppveðraðra vínylfíkla.
Miðaverð: 1.500 kr.
Sænskur dómstóll hefur ákveðið að ein þekktasta rokkhljómsveit Svía, The Hives, þurfi að endurgreiða einni þekktustu sænsku popphljómsveitinni, The Cardigans, andvirði meira en 340 milljóna íslenskra króna. 
Forsaga málsins er sú að báðar hljómsveitirnar tóku upp tónlist í sama upptökuverinu í Malmö. Upptökuverið sá einnig um fjármál hljómsveitanna og millifærði fé frá Cardigans, sem hafði meira milli handanna, til Hives. Talsmaður upptökuversins segir að þetta séu algeng vinnubrögð. Liðsmenn Hives segjast hins vegar aldrei hafa fengið upplýsingar um að hluti af fénu sem þeir fengu hafi komið frá annarri hljómsveit, engir lánasamningar um slíkt séu til. Dómstóllinn í Lundi úrskurðaði að þótt millifærslurnar væru tæknilega séð ekki lán, þá bæri Hives-mönnum samt að endurgreiða The Cardigans. 


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.