Púlsinn

Púlsinn 16. apríl

Myndbrot úr nýrri heimildarmynd um The National er nú hægt að nálgast á veraldarvefnum. Myndin heitir Mistaken For Strangers og það er bróðir Matt Beringer Tom sem að leikstýrir. Myndin fjallar um seinustu 3 ár í ævi sveitarinnar sem hafa aldeilis verið afdrifarík. Myndin verður svo frumsýnd á Tribeca kvikmyndahátíðinni í New York 17 apríl næstkomandi.

 

Hljómsveitin Beady Eye var stödd í Lancanshire á dögunum til þess að taka upp myndband við lagið Flick Of The Finger. Nokkur hópur aðdáenda safnaðist í kringum upptökurnar og meðal aðdáenda var hinn 14 ára Reece Bibby sem mætti með gítarinn sinn. Liam Gallagher sýndi á sér nýja hlið og bauð stráknum inní búningsherbergi og söng Wonderwall á meðan að Reece spilaði undir á gítarinn. Gallagher áritaði síðan téðan gítar og gaf stráknum sólgleraugun sín. Flott hjá Liam.

 

Það er alltaf athyglivert að fylgjast með stöðunni á breska breiðskífulistanum til að kanna gengi nýrra platna. Fjórða plata The Yeah Yeah Yeah´s. Mosquito situr í efsta sæti listans. New York sveitin er á miklu flugi þessa dagana eftir frábæra tónleika á SXSW fyrr á árinu og sömuleiðis eftir Coachella hátíðina sem að fór fram um seinustu helgi.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.