Púlsinn

Púlsinn 15. apríl

Fyrrum bassaleikari Deftones, Chi Cheng lést núna á laugardagsmorgun. Cheng var einn af stofnmeðlimum Deftones ásamt Chino Moreno. Hann lenti í skelfilegu bílslysi árið 2008 og hefur legið í dái síðan. Chi Cheng var 42 ára þegar að hann lést.


Mark E Smith og félagar í hinni goðsagnakenndu The Fall ætla að gefa út nýja plötu í maí. Platan er hvorki meira né minna en þrítugasta hljóðversplata The Fall. Platan heitir Re mit og segir Mark að hún sé miklu betri en síðasta plata The Fall sem hann fílaði bara alls ekki. Mark E Smith, ávallt heiðarlegur.


Coachella hátíðin fór fram um helgina í henni Californiu. Það voru engar smá bombur sem að opnuðu hátíðina á föstudagskvöldið. Atl J, Jake Bugg, Yeah Yeah Yeah´s, Blur og The Stone Roses sem að spiluðu fyrir frekar fáa dygga aðdáendur enda Ameríka svosem ekki heimavöllur sveitarinnar.


Í Straumi í kvöld skoðum við væntanlegar plötur frá Jai Paul, Major Lazer, Deerhunter, Charli XCX og Young Galaxy. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 frá 23:00.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 10:00 - 12:0090s helgi með Frosta
  • 12:00 - 14:00Fótbolti.net
  • 14:00 - 18:0090s helgi með Mána
  • 18:00 - 00:00X tónlist

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.