Púlsinn

Púlsinn 12. apríl

Það verður haldið ROKKFEST 2013 annaðkvöld á Bar 11


Fram koma:


Mammút
Casio Fatso
Japanese Super Shift and the Future Band
Sindri Eldon & The Ways
Dorian Gray
Treisí


FRÍTT INN


Húsið opnar kl 20
Tónleikar hefjast stundvíslega kl 21


Styrktartónleikar Regnbogabarna fara fram á Faktorý í kvöld og það er glæsilegur hópur sem að kemur fram. Sigursveit músiktilrauna Vök kemur fram ásamt Kjurr sem vakti sömuleiðis mikla athygli á músiktilraunum. Úlfur Úlfur verða á svæðinu og Prins póla og FM Belfast munu loka kvöldinuþ Tónleikarnir hefjast kl 21:00 og það kostar 1500 kr inn. Allur ágóði rennur til Regnbogabarna.


Nú stendur til að setja upp söngleik byggðan á tónlist Jeff heitins Buckley. Söngleikurinn heitir The Last Goodbye og segir söguna af Rómeó og Júlíu skreytta lögum Buckley. Sýningar hefjast í San Diego með haustinu en stefnan er tekin á Broadway


Nú er komið að Vinylmarkaðsdegi #2 á Gamla Gauknum.
Þarna eru samankomnir plötusafnarar sem vilja selja, kaupa og skipta á vinylplötum, geisladiskum og DVD.
Þarna er ýmislegt að finna og möguleiki á að gera góð kaup.
Notaleg stemning, tónlist auðvitað spiluð af vinyl og kaffi á könnuni.
Takið frá sunnudaginn 14.apríl. Markaðurinn opna klukkan 13:00 
Ef þið viljið taka þátt og koma með ykkar plötur, geisladiska eða dvd diska og selja, sendið þá mail á rekstrarstjori@gamligaukurinn.is


Hljómsveitin Skálmöld mun koma fram á þjóðhátíð í vestmannaeyjum og eykur þar með rokkið í eyjunum um nokkur hundruð prósent. Meðlimir Skálmaldar eru óþarflega spenntir segir í fréttatilkynningu


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.