Púlsinn

Púlsinn 13. mars

Tónleika- og skemmtistaðurinn Faktorý hefur farið af stað með nýja tónleikaröð í samstarfi við Tuborg.
Tónleikaröðin kallast einfaldlega Grasrótin á Faktorý og er megin markmið hennar að gefa ungum og efnilegum hljómsveitum og tónlistarmönnum kost á að koma sér á framfæri á alvöru tónleikastað í alvöru hljóðkerfi.
Frítt verður á alla viðburði í þessari nýju tónleikaröð svo að það má ekki við öðru búast en að þeir sem eru að taka sín fyrstu skref og koma fram á Grasrótinni geti auðveldlega náð til nýrra áheyrenda.
Bent er á að hljómsveitir og tónlistarmenn sem hafa áhuga á að koma fram á Grasrótinni á Faktorý geta sent umsóknir á bokanir@faktory.is
Fyrstu tónleikarnir verða haldnir nk. fimmtudagskvöld, 14. mars og eru það hljómsveitirnar Kajak og Dreamcast sem koma fram.
Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 22 og er eins og áður kom fram frítt inn.


Matt Helders trommari Artic Monkeys hefur staðfest í samtali við púlsinn að plata sveitarinnar muni koma út á þessu ári. Matt segir að sveitin hafi haft það náðugt í Ameríku undanfarið og það sé unaðslegt að taka upp án þess að vera í brjálaðri tímapressu eins og alltaf hafi verið hjá Artic Monkeys. Matt segir að hljómur plötunnar sé einfaldlega árið 2013.


Hljómsveitin Empire Of The Sun ætlar að fylgja eftir plötunni Walking On A Dream í sumar. Von er á nýrri plötu í júní sem ber titilinn Ice On The Dune. Sveitin mun auðvitað fylgja plötunni eftir í sumar með stífu tónleikahaldi og mun Empire Of The Sun m.a leika á mörgum helstu tónlistarhátíðum sumarsins.


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.