Púlsinn

Púlsinn 11. febrúar

Plata vikunnar á X-977 er nýjasta plata rafsveitarinnar Bloodgroup, Tracing Echoes. Lög verða leikin af skífunni og eintök gefin alla vikuna.Grammy verðlaunahátíðin fór fram í Ameríku í nótt. Mumford and Sons fengu verðlaun fyrir plötu ársins, Babel og El Camino þeirra Black Keys manna var valin rokkplata ársins og fengu þeir sömuleiðis verðlaun fyrir rokklag ársins, Lonely Boy. Goyte fékk Grammystyttu fyrir poppdúet ársins, Somebody That I Used To Know og var plata ástralans, Making Mirrors,  sömuleiðis valin alternative plata ársins.


Dave Grohl er á miklu flugi þessa dagana. Kappinn var spurður að því hvort að Grungið kæmi einhverntímann aftur. Og hann sagði einfaldlega að háir gítarar, dynjandi bassi, öflugur trommutaktur og öskrandi raddir hefðu aldrei farið neitt, þessvegna þyrfti það ekkert að koma aftur. Dave Grohl í hvíta húsið.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkur