Púlsinn

Púlsinn 28. janúar

Í Straumi í kvöld skoðum við nýtt efni með Ducktails, The Knife, The Ruby Suns, Torres og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!


Hljómsveitin My Bloody Valentine mun líklega gefa út nýju plötuna sína á næstunni. Forsprakki sveitarinnar Kevin Shields segir að platan gæti komið út á tveimur til þremur dögum. Aðdáendur My Bloody Valentine hafa þurft að bíða nokkuð lengi því að meistaraverkið Loveless kom út 1991.


Mike Joyce fyrrum trymbill The Smiths telur að sveitin muni einhverntímann leika saman að nýju. Joyce, sem fór á sínum tíma í mál við Morrisey og Marr vegna ógreiddra stefgjalda, segir að ef að meðlimir sveitarinnar myndu bara hittast og spjalla þá yrðu málin leyst og tónleikar skipulagðir.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 12:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00X tónlist
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 14:00Fótbolti.net
  • 14:00 - 17:00Á milli búða
  • 17:00 - 22:00X tónlist
  • 22:00 - 00:00Partýzone

Fylgstu með okkur