Púlsinn

Púlsinn 25. janúar

Seattle sveitin Band Of Horses eru á leiðinni til Íslands. Sveitin mun halda tónleika í Hörpu 11. júní næstkomandi. Sveitina þarf vart að kynna fyrir  hlustendum X-977 eða tónlistaráhugafólki almennt. Ánægjulegt að alvöru erlendar sveitir séu aftur byrjaðar að heimsækja Ísland.


Cochella hátíðin verður haldin í Kaliforníu núna í aprílmánuði og atriðaskrá hátíðarinnar er svakaleg. Stone Roses, Blur, Sigur Rós, Phoenix, Nick Cave and The Bad Seeds og fleiri og fleiri. Nú er bara spurning hvort að maður finni sér miða á netinu.


Það er komið nafn og opinber útgáfudagur á nýjustu plötu Depeche Mode. Platan heitir Delta Machine og kemur út 26. mars. Fyrsta smáskífan heitir Heaven og ætti að detta í loftið bráðlega.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 12:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00X tónlist
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 14:00Fótbolti.net
  • 14:00 - 17:00Á milli búða
  • 17:00 - 22:00X tónlist
  • 22:00 - 00:00Partýzone

Fylgstu með okkur