Púlsinn

Púlsinn 17. janúar

Á föstudaginn verður haldið heiðurskvöld fyrir bandarísku hljómsveitina Rage Against The Machine á gamla Gauknum en 20 ár eru liðin síðan sveitin gaf út sína fyrstu plötu. Á efnisskrá kvöldsins eru lög frá öllum ferli sveitarinnar ásamt tökulögum sem Rage against The Machine gerði að sínum með sveitum eins og Cypress Hill og Afrika Bambaataa. 


Hljómsveit kvöldsins skipa þungaviktamenn í íslensku tónlistarlífi sem leika með sveitum á borð við Quarashi, Dr. Spock, Mugison og Ensími. Einnig munu sérstakir gestir stíga á svið eins og t.d. rapparinn IMMO, Finni söngvari Dr. Spock og Þórdís Claessen slagverksleikari.


Allir sem koma að tónleikunum eru miklir aðdáendur Rage against The Machine og munu tónleikarnir svo sannarlega gleðja alla sem hafa áhuga á sveitinni og aðra sem vilja upplifa flotta rapp/rokk tónleika.


Húsið opnar 21:00. Dagskrá hefst um 23:00. 1500kr inn


X-ið 977, Mountain Dew og Vodafone kynna í samstarfi við Slark: Snjóbrettahátíðina Snákinn 2013. 
Hátíðin fer fram á Siglufirði 1-3 febrúar og verður hópferð á vegum X-ins 977 líkt og í fyrra. 
Lagt verður af stað frá BSÍ á hádegi, föstudaginn 1. Febrúar og heim aftur sunnudaginn 3. 
Innifalið er rútuferð, gisting og passi í fjallið alla helgina. 
Pakkinn kostar 15 þúsund kall, miðasala í  verslun Vodafone kringlunni.
Jibb keppni, Slopestyle, og Oldschool Bordercross verður á dagskrá og að sjálfsögðu munum við tjalda öllu til og halda alvöru brettapartý á Allanum á laugardagskvöldið. Ath. takmarkaður sætafjöldi þannig tryggðu þér miða strax. 
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu X-ins 977. 


Plata vikunnar á X-977 er fyrsta sólóplata Jóns Þórs sem er best þekktur sem söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Lada Sport. Lög verða leikin af plötunni alla vikuna og eintök auðvitað gefin. Útgáfutónleikar plötunnar verða svo á Faktorý í kvöld þar sem að hljómsveitin Gang Related hitar upp.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 10:00 - 12:0090s helgi með Frosta
  • 12:00 - 14:00Fótbolti.net
  • 14:00 - 18:0090s helgi með Mána
  • 18:00 - 00:00X tónlist

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.