Púlsinn

Púlsinn 16. febrúar

X-ið 977, Mountain Dew og Vodafone kynna í samstarfi við Slark: Snjóbrettahátíðina Snákinn 2013. 
Hátíðin fer fram á Siglufirði 1-3 febrúar og verður hópferð á vegum X-ins 977 líkt og í fyrra. 
Lagt verður af stað frá BSÍ á hádegi, föstudaginn 1. Febrúar og heim aftur sunnudaginn 3. 
Innifalið er rútuferð, gisting og passi í fjallið alla helgina. 
Pakkinn kostar 15 þúsund kall, miðasala í  verslun Vodafone kringlunni.
Jibb keppni, Slopestyle, og Oldschool Bordercross verður á dagskrá og að sjálfsögðu munum við tjalda öllu til og halda alvöru brettapartý á Allanum á laugardagskvöldið. Ath. takmarkaður sætafjöldi þannig tryggðu þér miða strax. 
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu X-ins 977. 
X-ið 977, Mountain Dew, Vodafone og  Slark.
Plata vikunnar á X-977 er fyrsta sólóplata Jóns Þórs sem er best þekktur sem söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Lada Sport. Lög verða leikin af plötunni alla vikuna og eintök auðvitað gefin. Útgáfutónleikar plötunnar verða svo á Faktorý næsta fimmtudagskvöld þar sem að hljómsveitin Gang Related hitar upp.


Download festivalið verður rokkað í ár sem fyrr. Nýverið bætust Korn, Limp Bizkit og Enter Shikari í hópinn en Iron Maiden, Mastodon, Rammstein og Slipknot hafa einnig staðfest komu sína. Download verður haldin í Donington Park 14 -16 júní.


Opnað hefur verið fyrir þátttöku í hljómsveitakeppninni Wacken Metal Battle 2013
Umsóknarfrestur til og með 7. febrúar 2013
Keppnin á Íslandi: 6. apríl 2013.


SKILYRÐI TIL ÞÁTTTÖKU
* Bandið þitt er ekki með hljómplötusamning og er ekki á leiðinni að skrifa undir slíkan alveg á næstu mánuðum.
* Bandið þitt getur auðveldlega spilað 30 mínútna sett af frumsömdu efni.
* Bandið þitt spilar þungarokk. Wacken er þungarokksfestival sem rúmar svo gott sem allar gerðir af þungarokki, allt frá hard rokki yfir í argasta dauðarokk, og því er keppnin opin fyrir slíkt einnig.
* Sigurvegari síðustu undankeppni getur ekki sótt um aftur fyrr en eftir ár.
* Sveitir sem hafa tekið þátt áður en unnu ekki mega taka þátt aftur og eru hiklaust hvött til þess.


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.