Púlsinn

Púlsinn 12. desember

Hið árlega Jólaplögg Record Records verður haldið á Faktorý 14 og 15. desember og hefur dagskráin aldrei verið eins öflug og nú!
Árið hefur verið farsælt hjá Record Records útgáfunni og hefur rjóminn af íslensku tónlistarsenunni komið út undir merkjum Record Records. Hljómsveitirnar sanka að sér lofi gagnrýnenda og tilnefningum til tónlistarverðlauna.
Hægt er að kaupa miða á stakt kvöld eða armband sem gildir á bæði kvöldin. Miðaverði er haldið í lágmarki og kostar aðeins 1500 kr. á stakt kvöld og 2000 kr. á bæði kvöldin.


Föstudagur:
23:00 - Kiriyama Family
00:00 - Tilbury
00:50 - Mammút


Laugardagur:
23:00 - Moses Hightower
00:00 - Ojba Rasta
00:50 - Retro Stefson
Eitt undarlegasta en jafnframt forvitnilegasta samspil tónlistarsögunnar mun að öllum líkindum eiga sér stað í kvöld. Félagarnir Dave Grohl og Krist Novoselic úr Nirvana ætla að leika saman á góðgerðartónleikum til styrktar fórnarlömbum fellibylsins Sandy. Það er enginn annar en bítillinn Paul McCartney sem ætlar að fronta bandið en hann mætti á æfingu um daginn og fattaði það einungis eftirá að hann hafði verið að æfa með leifunum af Nirvana.


Depeche Mode hafa staðfest útgáfu á nýju plötunni sinni en hún kemur út í mars. Gripurinn hefur ekki enn fengið nafn en félagarnir eru gríðarlega ánægðir með plötuna. Dave Gahan segir hana fulla af sál og að hún fangi tónleikastemningu Depeche afar vel. Martin Gore segir sum lögin á meðal þeirra bestu sem að þeir hafa gert, fílingur sé svipaður og á Violator og Songs Of Faith And Devotion

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.