Púlsinn

Púlsinn 11. desember

Bók vikunnar á X-977 er bókin Stuð vors lands eftir Dr. Gunna. Í bókinni er farið yfir sögu dægurtónlistar á Íslandi í máli og myndum. Bókin er einfaldlega skyldueign. Hlustið með áfergju á X-977 og reynið að næla ykkur í eintak.


Eminem verður eitt aðalnúmerið á Reading/Leeds hátíðinni næsta sumar en þetta var tilkynnt á heimasíðum hátíðanna í gær. Alt J verða aðalnúmerið í NME/Radio 1 tjaldinu. Forsala miða er hafin.


Dan Auerbach úr The Black Keys segir að hin gríðarvinsæla El Camino sé langt frá því að vera uppáhaldsplata sín með sveitinni, hann er miklu hrifnari af Brothers frá 2010. Ástæðuna segir hann að lögin á Brothers hafi verið samin afturábak þ.e melódían á undan laginu og þessvegna hafi platan orðið svona góð en það var pródúsentinn Danger Mouse sem að lagði þetta til á sínum tíma.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 10:00 - 12:0090s helgi með Frosta
  • 12:00 - 14:00Fótbolti.net
  • 14:00 - 18:0090s helgi með Mána
  • 18:00 - 00:00X tónlist

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.