Púlsinn

Púlsinn 3. desember

Það verður sannkölluð jólastemming í Straumi í kvöld - Þar sem áhersla verður lögð á  jólalög sem eru ný eða nýleg! Við heyrum jólalög með Sufjan Stevens, First Aid Kit, Amaba Dama, Yeah Yeah Yeahs, Advance Base og mörgum öðrum! Jólastraumur með Óla Dóra frá 23:00 til 0:00 á X-inu 977!


Nick Cave And The Bad Seeds ætla að gefa út nýja plötu á næsta ári. Platan heitir Push The Sky Away og kemur út í febrúar. Platan sú fylgir eftir hinni gríðargóðu Dig Lazarus Dig frá árinu 2008.


Tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna voru gerðar opinberar á föstudaginn.


1. LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS (Popp og rokk)
Ásgeir Trausti - Fyrir lög á plötunni Dýrð í dauðaþögn.
Jónas Sigurðsson - Fyrir lög á plötunni Þar sem himin ber við haf.
Moses Hightower - Fyrir lög á plötunni Önnur Mósebók.
Unnsteinn Manuel Stefánsson - Fyrir lög á plötunni Retro Stefson.
Valdimar Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson, Kristinn Evertsson og Högni Þorsteinsson (Hljómsveitin Valdimar) - Fyrir lög á plötunni Um stund.


2. LAG ÁRSINS (Popp og rokk)
Baldursbrá - Í flutningi Ojba Rasta - Lag og texti: Arnljótur Sigurðsson.
Glow - Í flutningi Retro Stefson - Lag og texti: Unnsteinn Manuel Stefánsson.
Leyndarmál - Í flutningi Ásgeirs Trausta - Lag: Ásgeir Trausti, Texti: Einar Georg Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson.
Sjáum hvað setur - Í flutningi Moses Hightower - Lag: Moses Hightower, Texti: Andri Ólafsson og Steingrímur Karl Teague.
Tenderloin - Í flutningi Tilbury - Lag og texti: Þormóður Dagsson.


3. SÖNGVARI ÁRSINS (Popp, rokk, djass og blús)
Andri Ólafsson - Fyrir söng á plötu Moses Hightower, Önnur Mósebók.
Ásgeir Trausti - Fyrir einlægan og heillandi söng á fyrstu plötu sinni, Dýrð í dauðaþögn, sem hæfði beint í mark.
Steingrímur Teague - Fyrir söng á plötu Moses Hightower, Önnur Mósebók.
Unnsteinn Manuel Stefánsson - Fyrir söng með hljómsveitunum Retro Stefson, Nýdönsk o.fl. og í Áramótamóti Hljómskálans.
Valdimar Guðmundsson - Fyrir góða túlkun á fjölbreyttri tónlist á bæði hljómplötum og hljómleikum.


4. SÖNGKONA ÁRSINS (Popp, rokk, djass og blús)
Andrea Gylfadóttir - Fyrir söng á tónleikunum á fimmtugsafmælistónleikum sínum og með Todmobile.
Eivör - Fyrir söng á plötunni Room.
Ellen Kristjánsdóttir - Fyrir söng á plötunni Sönglög og á plötu Mannakorna, Í blómabrekkunni.
Nanna Bryndís Hilmarsdóttir - Fyrir söng á tónleikum með Of Monsters and Men í Hljómskálagarðinum og á Iceland Airwaves.
Sigríður Thorlacius - Fyrir fjölhæfni í söngtúlkun við flutning margvíslegra verkefna.


5. TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS (Popp, rokk, djass og blús)
Jónas Sigurðsson og Lúðrasveit Þorlákshafnar - Fyrir skemmtilegt samstarf og glæsilega útgáfutónleika í Þorlákshöfn.
Retro Stefson - Fyrir líflega sviðsframkomu og dúndrandi stuð sem skapast jafnan á tónleikum sveitarinnar.
Sigur Rós - Fyrir vandaða og þétta spilamennsku og myndræna tónleika sem snertu við tónleikagestum.
Skálmöld - Fyrir kröftugan tónflutning og nýstárlega sambræðslu tóna og texta sem tengjast þjóðararfinum.
Skúli Sverrisson - Fyrir tónleikahald á árinu þar sem áherslan var á dýpt og einfaldleika.


6. HLJÓMPLATA ÁRSINS (Popp og rokk)
Division of Culture and Tourism - Ghostigital
Dýrð í dauðaþögn - Ásgeir Trausti
God's Lonely Man - Pétur Ben
Retro Stefson – Retro Stefson
Um stund - Valdimar
Þar sem himin ber við haf - Jónas Sigurðsson
Önnur Mósebók - Moses Hightower 

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkur



Vinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.