Púlsinn

Púlsinn 20. nóvember

Í kvöld spila hljómsveitirnar Dimma og Leaves í Edrúhöllinni Efstaleiti 7. Dimma fagnar nýútkominni plötu sinni Myrkraverk og fékk líka frábæra dóma fyrir tónleika sína á Iceland Airwaves nýverið. Leaves spila nýtt efni og eru frábært tónleikaband sem ekki kemur oft fram svo það er um að gera að missa ekki af þessu!!!!
Húsið opnar 20:00 og tónleikar hefjast 20:30, 500 krónur inn og kaffi og kökur fyrir alla!! 


Breska tónlistar-tímaritið (vefritið) New Musical Express NME hefur sett upp nýtt tónlistarmyndband
íslensku rokkhljómsveitarinnar Red Motor Dog upp á heimasíðu sinni. Lagið kallast Mesmerized og 
er af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar.


http://www.nme.com/nme-video/youtube/id/cr28YVZVhPI


Hljómsveitin Muse ætlar að fara á stadium tónleikaferð um bretland á næsta ári. Sveitin er að fylgja eftir plötunni The 2nd Law sem kom út í október og verður túrinn gríðarlegt sjónar spil. Túrinn hefst í maí og fara miðar í sölu á interwebnum 23. nóvember. 


Bók vikunnar á X-977 er Top Gear. 100 geggjuðustu bílarnir. Í bókinni tína liðsmenn sjónvarpsþáttarins heimsþekkta Top Gear til stórkostlegustu bíla sem framleiddir hafa verið – en líka þá allra vitlausustu. Þarna er að finna ómissandi staðreyndir en bókin er líka hlaðin hinum óborganlega húmor sem gert hefur þættina eina þá allra vinsælustu í sjónvarpi samtímans. Þýðandi hennar er Finnur Orri Thorlacius sem skrifað hefur um bíla í íslenska fjölmiðla um langt árabil.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 10:00 - 12:0090s helgi með Frosta
  • 12:00 - 14:00Fótbolti.net
  • 14:00 - 18:0090s helgi með Mána
  • 18:00 - 00:00X tónlist

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.