Púlsinn

Púlsinn 14. nóvember

Það er allt að gerast í herbúðum Queens Of The Stone Age þessa dagana. Nýverið var það tilkynnt að Dave Grohl myndi tromma á nýju plötunni og gær sagði Trent Reznor frá því að hann væri í hljóðveri með sveitinni. Von á hörku plötu greinilega.


Johnny Marr sem er best þekktur sem gítarleikari The Smiths ætlar að senda frá sé sína fyrstu sólóplötu árið 2013. Platan heitir The Messenger og má hlusta á lagið og sjá myndbandið á fésbókarsíðu X-977.


Brandon Flowers söngvari The Killers ýjaði að því nýverið að The Killers og Muse myndu jafnvel vinna saman að efni á næstunni. Mikill vinskapur er á milli sveitanna og eitt er víst að viðlögin yrðu stór og mikil

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.