Púlsinn

Púlsinn 13. nóvember

Hljómsveit Liam Gallagher, Beady Eye, er öllum að óvörum byrjuð að taka upp plötu númer tvö. Platan á að koma út á næsta ári og það er upptökustjórinn Dave Sitek sem að tekur plötuna upp hann hann var sýnilegur í New York senunni uppúr 2000 og starfaði m.a með Yeah Yeah Yeahs.


Hljómsveitin Alt J er á miklu flugi síðan að sveitin hlaut Mercury verðlaunin á dögunum. Salan á plötunni An Awsome Wave jókst um 411% síðan að tilnefningarnar til verðlaunanna voru birtar. Sveitin gaf á dögunum út nýtt lag sem heitir Buffalo sem spáð er miklum vinsældum.


Duff fyrrum bassaleikari Guns & Roses segist sjá eftir að hafa ekki sett einkaleyfi á nafnið sitt. Hann segist hafa fengið símtal á áttunda áratugunum frá Fox TV þar sem honum var sagt af því að bjór í nýjum þætti yrði nefndur í höfuðið á honum. Þetta er að sjálfsögðu hinn goðsagnakenndi Duff mjöður í The Simpsons. Duff er þó ekki á flæðiskeri staddur en hann á einmitt m.a slatta af hlutabréfum í Starbucks.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00X tónlist
  • 22:00 - 00:00Straumur

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.