Púlsinn

Púlsinn 7. nóvember

Faktorý kynnir: Of Monsters and Men ein vinsælasta hljómsveit Íslands ætlar að halda tvenna tónleika á heimavelli á Faktorý 4. og 5. janúar n.k.

Of Monsters and Men hefur átt í nógu að snúast allt árið á tónleikaferðum að fylgja á eftir plötu sinni um allan heim en sveitin hefur vaxið gríðarlega hratt í vinsældum á þessu ári. Lay Low hitar upp.


Miðasala hefst á Miði.is föstudaginn 9. nóvember kl. 10:00.
Miðaverð er aðeins 2000 kr.
A.t.h. mjög takmarkað magn miða í boði!


Dave Grohl ætlar ekki að sitja lengi með hendur í skauti þó að Foo Fighters séu í pásu. Kappinn ætlar að rífa í kjuðana á nýjustu plötu Queens Of The Stone Age en hann trommaði einmitt eftirminnilega á Songs For The Deaf plötunni. Sveitin kemur m.a fram á Download næsta sumar og væntanlega verður Hr. Grohl við settið.


Hljómsveitin Soundgarden er að streyma nýju plötunni sinni á NME.com. Platan King Animal er fyrsta platan þeirra í 15 ár en hún kemur út 12. nóvember næstkomandi.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.