Púlsinn

Púlsinn 2. október

Jack Live er þriggja daga rokkveisla sem haldin verður á Gamla Gauknum 4 – 6 október. 13 frábærar hljómsveitir munu koma fram ásamt því að alls kyns tilboð og happdrætti verða í boði á meðan dagskráin stendur yfir. Jack Live skvísur verða einnig á staðnum og bjóða upp á glaðning. Forsala er hafin á armböndum fyrir alla dagskránna og meira til á Prikinu, Bankastræti 12. Armbandið kostar litlar 1500kr og er takmarkað upplag í boði. Það kostar 1000kr inn á stök kvöld á Jack Live. X977 mun gefa armbönd fram að hátíðinni þannig að áhugasamir ættu að stilla inn á stöðina til að eiga séns á að vinna sér inn armband.


Síminn í samstarfi við X-977 ætlar að hita upp fyrir Airwaves með tónleikaveislu á Faktorý öll miðvikudagskvöld í október. Snorri Helgason og Ásgeir Trausti ríða á vaðið annaðkvöld og það er frítt inn í boði símans.


Gæðareggísveitin Ojba Rasta heldur útgáfutónleika sína í Iðnó fimmtudagskvöldið 4. október. Tilefnið er útgáfa fyrstu breiðskífu sveitarinnar sem margir voru orðnir langeygir eftir. Platan, sem hlaut einnig heitið Ojba Rasta, kom bæði út á geisladisk og vínilplötu. Ojba Rasta hefur áður gert það gott með smáskífulögum, en hljómsveitin komst á topp vinsældarlista Rásar 2 í sumar með lagið Baldursbrá. 

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.