Púlsinn

Púlsinn 14. september

Íslenska gæðareggae sveitin Ojba Rasta hefur sent frá sér sína fyrstu plötu. Platan sem er samnefnd sveitinni hefur verið í vinnslu í þó nokkurn tíma og hafa landsmenn fengið að heyra 3 lög af plötunni á öldum ljósvakans. Lögin Baldursbrá og Jolly Good hafa lagst vel í landann og nú síðast er lagið lagið Hreppstjórinn farið að heyrast.
Platan kemur út á vegum Record Records og verður hún fáanleg bæði á CD og vínyl.


Í kvöld heldur Contalgen Funeral útgáfutónleika í tilefni af útgáfu plötunnar Pretty Red Dress.
Tónleikarnir fara fram á Lebowski bar á Laugavegi og hefjast kl. 22.
Myrra Rós hitar upp.
Frítt inn.


Tuborg kynnir : Hljómsveitin Valdimar á bar 11 laugardagskvöldið 15. september. Flutt verða lög af nýju plötunni, um stund og auðvitað lög af Undralandi sömuleiðis. Húsið opnar kl 21:00 og tónleikarnir hefjast kl 23:00 og það er frítt inn.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.