Púlsinn

Púlsinn 10. september

Á morgun, þriðjudag,  verða haldnir minningartónleikar um Loft Gunnarsson sem hefði orðið 33 ára á þessum degi. Loftur var þekktur maður og er orðin táknmynd baráttunnar um bættan aðbúnað utangarðsmanna í Reykjavík. Margir af bestu tónlistarmönnum landsins munu koma saman að þessu tilefni. Pétur Ben, Ómar og Óskar Guðjónssynir, Esja, Ellen og KK og Frizko. Allt andvirði miðasölu rennur i minningarsjóð Lofts Gunnarssonar sem hefur það eina markmið að bæta beint aðbúnað utangarðsmanna í Reykjavík. Tónleikarnir verða haldnir í Vídalínskirkju í Garðabæ og hefjast klukkan 20.00.


Hljómsveitin The Vaccines skellti sér notalega á topp breska breiðskífulistans í gær. Það munaði 11.000 eintökum á The Vaccines og Two Door Cinema Club. The Vaccines er eitt aðalnúmerið á Icelandairwaves 2012.


Hljómsveitin New Order tileinkaði Ian Curtis tónleika sína á Bestival festivalinu um helginaþ. Sveitin lék öll sín þekktustu lög og gerði allt vitlaust með því að renna í 4 Joy Division lög í lokin.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.