Púlsinn

Púlsinn 5. september

Þann 8. september verða haldnir risatónleikar í íþróttahúsinu í Kaplakrika þar sem áherslan verður lögð á rokk í þyngri kantinum. Á tónleikunum, sem hlotið hafa nafnið Rokkjötnar 2012, koma alls fram átta af stærstu rokksveitum landsins. Þær rótgrónustu eiga rætur sínar að rekja allt til níunda áratugarins á meðan aðrar eru nýrri af nálinni, en allar eiga þær það þó sameiginlegt að spila ósvikna rokktónlist af sveittari gerðinni.
Hljómsveitirnar sem koma fram eru HAM, Skálmöld, Sólstafir, Brain Police, The Vintage Caravan, Bootlegs, Endless Dark og Momentum. Þrátt fyrir að öllu verði til tjaldað verður allt kapp lagt á að halda kostnaði niðri og miðaverð því aðeins 4.990 krónur.


X977 og Stöð 2 sport kynna í samstarfi við Express ferðir, Egils Gull, Gló og Pepsi Max
Hópferð á fyrsta UFC bardaga Gunnars Nelson í Nottingham Englandi. Gunnar tekst á við þjóðverjan Pascal Krauss. Verðið er aðeins 112.900kr og inni í pakkanum er miði á bardagann, flug með sköttum og gisting í 3 nætur með morgunverði.

Lagt verður af stað föstudaginn 28. september og það er um að gera að bóka sig sem fyrst inná expressferðir.is


Púlsinn minnir á Pepsi Max listann milli hálf sex og sjö í kvöld. Orri fer yfir 20 vinsælustu lög X-977 sem eru sérvalin af hlustendum í gegnum rokkakademíuna á X977.is

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.