Púlsinn

Púlsinn 4. september

Þann 8. september verða haldnir risatónleikar í íþróttahúsinu í Kaplakrika þar sem áherslan verður lögð á rokk í þyngri kantinum. Á tónleikunum, sem hlotið hafa nafnið Rokkjötnar 2012, koma alls fram átta af stærstu rokksveitum landsins. Þær rótgrónustu eiga rætur sínar að rekja allt til níunda áratugarins á meðan aðrar eru nýrri af nálinni, en allar eiga þær það þó sameiginlegt að spila ósvikna rokktónlist af sveittari gerðinni.
Hljómsveitirnar sem koma fram eru HAM, Skálmöld, Sólstafir, Brain Police, The Vintage Caravan, Bootlegs, Endless Dark og Momentum. Þrátt fyrir að öllu verði til tjaldað verður allt kapp lagt á að halda kostnaði niðri og miðaverð því aðeins 4.990 krónur.
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti býður í partý á Faktorý í Reykjavík í kvöld, þriðjudagskvöldið 4. september, kl. 21:00. Þar gefst gestum færi á að hlusta á frumraun hans, Dýrð í dauðaþögn, en platan, sem inniheldur 10 lög, þar á meðal „Sumargest“ og „Leyndarmál“, kemur út þann 11. september.
Platan fær að rúlla á fóninum og guðaveigar verða í boði á meðan birgðir endast. Allir eru velkomnir!


Þessi vika verður ansi merkileg á breska breiðskífulistanum en hljómsveitirnar Two Door Cinema Club og The Vaccines gefa báðar út plötur í vikunni og munu berjast um toppsætið í vikulok.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00X tónlist
  • 22:00 - 00:00Straumur

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.