Púlsinn

Púlsinn 15. ágúst

Hljómsveitin Bloc Party er byrjuð að streyma nýju plötunni sinni, Four, á veraldarvefnum. Platan kemur út 20. ágúst. Sveitin ætlar svo að túra um Bretland í október og leika svo á stærstu tónleikum ferilsins í febrúar þegar að þeir koma fram í Earls Court fyrir u.þ.b 19.000 manns. Hér er slóðin á plötuna four.blocparty.com.


Noel Gallagher heldur áfram að dissa Liam bróður sinn en hann tileinkaði Wonderwall besta tribute bandi frá Stratford á dögunum. Átti hann þar við hljómsveit Liam, Beady Eye sem söng lagið við lokaathöfn ólympíuleikana á dögunum. Liam átti slakan dag og var falskur mjög.


Hljómsveitin Blur ætlar að gefa út tónleikana í Hyde park út á plötu. Tónleikarnir voru partur af ólympíuleikunum og þóttu takast afar vel.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00X tónlist
  • 22:00 - 00:00Straumur

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.