Púlsinn

Púlsinn 18. maí

Sobieski og Reykjavík Ink kynna: The Icelandic Tattoo Convention í 7. sinn. Tónlistar, Tattoo og bílafestival á bar 11 7. 8. og 9.júní. Fjöldinn allur af erlendum og innlendum listamönnum og hljómsveitir eins og Foreign Monkeys, Sykur og Sólstafir munu troða upp. Það er því um að gera að fara að ákveða flúrið.


Nú hefur það verið staðfest að Bill Ward upprunalegi trommari Black Sabbath mun ekki leika með sveitinni á endurkomutúrnum en hann var ósáttur við skiptingu ágóðans eins og oft vill verða. Sveitin hefur ráðið staðgengil sem er sorglegt þar sem frábær trommuleikur Ward var alltaf stór hluti af hljómi sveitarinnar.


Öldungaráð New York borgar hefur heiðrað Adam Yauch úr Beastie Boys sem lést nýverið eftir baráttu við krabbamein. Adam var þakkað fyrir að hafa kynnt menningu borgarinnar og einnig fyrir störf sín fyrir Tíbet

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.