Púlsinn

Púlsinn 18. apríl

Hljómsveitin Dikta treður upp á Faktorý í kvöld ásamt æringjunum í 1860. Dikta hefur legið undir feldi frá því um áramót og er þetta því kjörið tækifæri til að kíkja á eina vinsælustu hljómsveit Íslands á tónleikum. Tónleikarnir byrja kl 22:00 og það kostar 1000kr inn.


Gleðihljómsveitin FM Belfast ætlar að kveðja veturinn en umfram allt að fagna komu sumarsins með tónleikum á NASAí kvöld, ásamt hljómsveitinni Úlfur Úlfur .


Um er ræða fyrstu almennu tónleika FM Belfast á Íslandi síðan í september á síðasta ári en jafnframt þeirra síðustu í langan tíma, enda sveitin á leið í strangt sumartónleikaferðalag og loks í barneignafrí. Ennfremur verða þetta væntanlega síðustu tónleikar FM Belfast á NASA en gert er ráð fyrir að staðurinn loki síðar á árinu. FM Belfast á ófáar unaðslegar minningar frá þessum frábæra tónleikastað og því er það ekkert annað en skylda sveitarinnar að kveðja NASA með stæl.


FM Belfast til halds og trausts á tónleikum verða hip-hop-pop stuðsveinarnir í Úlfur Úlfur.


Húsið opnar kl. 22:00 en veislan hefst kl. 23:00 á síðasta vetrardegi og stendur fram að sólarupprás sumardagsins fyrsta.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.