Púlsinn

Púlsinn 16. apríl

Eric Erlandson fyrrum gítarleikari Hole segir í nýútkominni bók sinni að Kurt Cobain hafi tekið upp sólóplötu fyrir andlát sitt og að platan sé til í einhverri hirslunni hjá Courtney Love. Hann segist hafa heyrt efnið og að Kurt hafi verið í mjög skemmtilegum pælingum á plötunni. Það er nokkuð ljóst að hjartað slær örar í aðdáendum Kurts við þessar fréttir.


Gæðasveitin Alabama Shakes fékk aldeilis fínt start á breska breiðskífulistanum um helgina. Fyrsta platan þeirra Girls And Boys skaust beint í þriðja sætið. Sveitin skrifaði undir samning við Rough Trade fyrir hálfu ári síðan þannig að hlutirnir eru að gerast ansi hratt.


Coachella hátíðin fór fram um helgina. Radiohead gerði allt vitlaust með sínu setti og Bon Iver lét fólki líða vel áður en að þeir stigu á svið. Kasabian áttu sömuleiðis fínt gigg og smelltu sér m.a í The Stooges slagarann I Wanna Be Your Dog við gríðarlegan fögnuð

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00X tónlist
  • 22:00 - 00:00Straumur

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.