Púlsinn

Púlsinn 4. apríl

Það verður allt vitlaust á Faktorý í kvöld þegar að Shit Robot stíga á stokk á sérstöku DFA kvöldi. Úrvalssveit íslensku senunnar í töffaraskap verður sömuleiðis á svæðinu, Margeir, Daníel Ágúst og DJ Casanova. Tónleikarnir hefjast kl 23:00 og það kostar 2000kr inn.


Páskadjammið hefst með látum á bar 11 í kvöld. Hljómsveitin Kimono snýr aftur úr sjálfskipuðu árslöngu tónleikabanni. Sveitin hefur verið að vinna að nýju efni og mæta fílelfdir til leiks í kvöld. Hljómsveitin Saytan er Kimono til halds og trausts í kvöld. Húsið opnar kl 21:00 og það er fr+itt inn í boði Jim Beam.


Eistnaflug kynnir með stolti. fyrstu tónleika dauðarokksveitarinnar Severed Crotch í tæp tvö ár! Með þeim til halds og trausts verða hljómsveitirnar Gone Postal og Blood Feud. Húsið opnar kl 22:00 og hefjast tónleikarnir kl 23:00. Það kostar litlar 1500 krónur inn.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.