Púlsinn

Púlsinn 30. mars

Hljómsveitin Mumford And Sons hafa tjáð sig um væntanlega plötu númer 2. Þeir segja plötuna ekki innihalda Doom folk, hvað sem það nú er en þeir hafa ganntast með það undanfarið í viðtölum. Þeir segjast hafa þróast en ætla ekki að bylta neinu. Sveitin flutti slatta af nýjum lögum á SXSW sem þykja góð.


Það verður sunnlensk gleðipönksveifla á bar 11 í kvöld þegar hljómsveitin Elín Helena stígur á stokk í nývígðum tónleikakjallara staðarins. Húsið opnar sem fyrr kl 21:00 og það er algerlega frítt inn í boði Tuborg


Og meira af tónleikum því að hljómsveitirnar Valdimar og nýstirnin í Dusty Miller leika á tónleikum á Faktorý í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl 23:00 og það kostar 1000. kr inn.


Ekki missa af magnaðri helgardagskrá X-977. m.a mun tónlistarmaðurinn John Grant kíkja í Vasadiskó með Bigga maus kl 15:00 á sunnudaginn.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 10:00 - 12:0090s helgi með Frosta
  • 12:00 - 14:00Fótbolti.net
  • 14:00 - 18:0090s helgi með Mána
  • 18:00 - 00:00X tónlist

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.