Púlsinn

Púlsinn 12. mars

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni með Beach House, Bowerbirds, Suckers, Teen Days og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá tíu til tólf á X-inu 977. 


Undankeppni alþjóðlegu hljómsveitakeppninnar Global Battle Of The Bands hefst 13. mars 2012 á Gamla Gauknum. Sigursveitin tryggir sér þátttökurétt í úrslitakeppninni sem haldin er 1 – 3 júní í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu.
Skráning er hafin og eru hljómsveitir hvattar til að skrá sig til leiks strax því takmarkaður fjöldi kemst að í keppninni. Þær sveitir sem hafa áhuga ættu því að senda fyrirspurn (á íslensku) til iceland@gbob.com og verður öllum fyrirspurnum svarað með upplýsingum um fyrirkomulag keppninnar.


Endanlegur hljómsveitalisti fyrir Reading og Leeds festivölin verður opinberaður á netinu í dag. Það er um að gera að setja sig í stellingar.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.